Kirkjan ómar af söng

Fimmtudaginn 17. október kl. 20-22 mun Kirkjukór Laugalandsprestakalls og Daníel Þorsteinsson, kórstjóri flytja nokkur af gömlu lögum við Passíusálma Hallgríms Péturssonar. Við fáum í heimsókn Smári Ólason, tónvísindamaður, sem hefur rannsakað þessa tónlistahefði m. a. í gömlum upptökum og heimildum víða að. Hann hefur skoðað þessi gömlu lög og íslenska gerð þeirra meðal alþýðu.

Hallgrímur Pétursson og passíusálmar hans hafa mótað evangelisk lúthersku kirkjuna hér á landi í nokkrar aldir. Kór Laugalandsprestakalls hefur í dymbilviku flutt nokkur af gömlu lögum Passíusálmanna undanfarin ár undir stjórn Daníels Þorsteinssonar. Hann mun kynna þessi lög og kórin flytja þau. Þá mun Smári Ólason tónvísindamaður fjallar um þau, uppruna þeirra í sálmabók og Grallara 16. aldar og þróun þeirra með íslensku þjóðinni, sérstaklega í heimilisguðrækninni.

Fræðslukvöldin fara þannig fram að í upphafi er helgistund með þátttöku kórsins sem flytur dæmi um efni kvöldsins. Kórstjóri / organisti fjallar um tónlistina sem flutt er og að þessu sinni mun tónvísindamaður flytja erindi um þessa ákveðnu sálmahefð. Áhersla er lögð á umræðu þeirra á milli og þátttakenda. Boðið er upp á veitingar í hléi. Námskeiðið er öllum opið og þátttakendum að kostnaðarlausu.

Sjá frekar upplýsingar um fræðslukvöldin: Syngjandi kirkja.


Kirkjukór Laugalandsprestakalls í kirkjuheimsókn í Hallgrímskirkju