Kirkjan mótmælir kynbundnu ofbeldi

Það á ,,að koma skýrt fram í allri boðun kirkjunnar, að sem lærisveinar Jesú Krists verðum við alltaf að taka okkur stöðu með þeim sem þurfa að þola hvers konar ofbeldi og kúgun. Það er óásættanlegt að gefa afslátt af þeirri afstöðu. Ofbeldi er synd og á hvergi að líðast, það er alveg skýrt." skrifar sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir meðal annars í grein sem birtist í dag í Fréttablaðinu í tilefni af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi sem er nýlokið.

Greinin er einnig birt á trú.is. Lesa grein.