Jólatónleikar kl. 16:00 þann 12. desember

Jólatónleikar Kórs Glerárkirkju verða sunnudaginn 12. desember kl. 16:00. Efnisskráin er mjög fjölbreytt og er hún hugsuð fyrir fólk á öllum aldri. Þar er að finna lög og sálma sem er gott að hlusta á og einnig slík sem gott er að syngja með. Sérstakir gestir á tónleikunum verða hinir þjóðþekktu Hvanndalsbræður.