Jólaprédikun biskups

Í jólaprédikun sinni sagði biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir m.a.: ,,Á þessum jólum skulum við því minnast þakklætisins. Þakklætis fyrir að fá að lifa í landi þar sem lýðræði ríkir. Í landi þar sem kristin viðmið eru viðhöfð. Því þó margt megi betur fara erum við þó hamingjubörn miðað við margar aðrar þjóðir. Við getum líka þakkað fyrir líf okkar og þeirra sem á undan eru gengin og beðið Guð að líkna þeim sem þjást og stríða. Við getum þakkað að fá að stefna í faðm hans að leiðarlokum. "

Lesa prédikun á trú.is.