Jólaaðstoð 2013 - hvernig sæki ég um?

Jólaaðstoðin hefst nú á mánudaginn 18. nóvember. 

Símatíma - bóka viðtal:

Eins og auglýst hefur verið þá hringir fólk í síma 537 9050 mánudaga, þriðjudaga og miðvikudag milli kl. 11-13 í seinasta lagi 4. desember og bókar tíma.

Viðtöl í húsi Einingar-Iðju Skipagötu 14, 2 hæð:

Þau verða mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 13-16 á tímabilinu 18. nóvember til og með 6. desember. Það þarf að koma með staðgreiðsluyfirlit frá skattinum og fylla út umsókn. Sá háttur verður hafður á að hringt er í þá sem fá ekki aðstoð.

Úthlutun í húsi Einingar-Iðju Skipagötu 14, 3 hæð:

Þeir sem sótt hafa um sækja kortin miðvikudaginn 11. desember og fimmtudaginn 12. desember kl. 13-16. Auk þess er fatamarkaður og jólagjafir fyrir umsækjendur og fjölskyldur þeirra opin 14. desember hjá Rauða krossinum á Akureyri, Viðjulundi 2 og Hertex Hjálpræðishersins, Hrísalundi 1b. 

Jólaaðstoð 2013 - Auglýsing