Jóhannesarpassían í Hofi 3. apríl

Jóhannesarpassían eftir Johann Sebastian Bach verður flutt í Hallgrímskirkju Reykjavík og Menningarhúsinu Hofi Akureyri 1.-3. apríl 2011. Þetta er eitt af meginverkum tónlistarsögunnar. Flytjendur eru Mótettukór Hallgrímskirkju, Alþjóðlega barokksveitin í Den Haag og glæsilegur hópur ungra íslenskra einsöngvara undir stjórn Harðar Áskelssonar, kantors Hallgrímskirkju. Tónleikarnir á Akureyri eru til minningar um Áskel Jónsson sem var organisti í Lögmannshlíðarsókn frá 1945 til 1987. Sjá nánar: kirkjan.is - menningarhus.is - N4.is