Jesús Kristur, sannur maður, sannur Guð?

Hjónin úr Laufási, sr. Bolli Pétur Bollason og Sunna Dóra Möller taka tveggja manna tal um spurninguna hvort Jesús hafi verið sannur maður og sannur Guð á umræðukvöldi í Glerárkirkju, miðvikudagskvöldið 23. nóvember. Dagskráin hefst kl. 20:00. Að kaffihléi loknu er boðið upp á almennar umræður. Allir velkomnir. Aðgangur ókeypis, tekið er við frjálsum framlögum í kaffisjóð í hléi.