Jesús grætur yfir hælisleitendum ...

Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, vígði sr. Solveigu Láru Guðmundsdóttur til embættis vígslubiskups á Hólum við hátíðlega athöfn í Hóladómkirkju í dag. Í prédikun sinni minnti Solveig Lára áheyrendur á að Jesús grætur yfir ranglætinu í heiminum og sagði meðal annars: ,,Jesús grætur líka yfir okkur hér á Íslandi. Hann grætur yfir hælisleitendum sem ekki fá hæli hér á landi, þó við höfum hér nóg pláss og fullt af hjartarými, hælisleitendum sem eru bara fólk eins og við og börnin okkar. Jesús grætur yfir fórnarlömbum heimilisofbeldis á Íslandi og öllum þeim sem líður illa vegna óuppgerðra til finninga, sorgar, reiði og gremju."

Prédikun Solveigar Lára má lesa í heild sinni á trú.is.