Jessica frá Belgíu

Nú í haust tekur Glerárkirkja í fyrsta sinn þátt í samstarfi við skrifstofu í Belgíu sem sér um verkefni sem styrkt er af ríkisstjórn Belgíu. Hér er um Bureau International Jeunesse að ræða, skammstafað BIJ og má fræðast nánar um starfsemina á vefsíðu þeirra http://www.lebij.be/. BIJ styrkir unga stúlku sem heitir Jessica Devergnies til þess að dvelja á Íslandi í þrjá mánuði í haust og taka þátt í starfsnámi í Glerárkirkju og Síðuskóla. Hér á eftir fer stutt kynning frá Jessicu, lausleg þýðing yfir á íslensku er neðanmáls. Halló! My name is Jessica Devergnies and I am 24 years old. I come from Belgium and I am a translator and a teacher. I will be volunteering at Glerárkirkja and at Síðuskóli from the 15th of September until the 15th of Deceomber 2010. I received a grant from the BIJ (Bureau International Jeunesse) to go to Iceland and study Icelandic while working as a volunteer. The BIJ was created by the Commissariat Général de la Culture of the French speaking community of Belgium to implement and manage youth exchange programmes. The BIJ offers opportunities in more than 70 countries for young people from Wallona and Brussels. The programme that I am taking part in is called "Tremplin Jeunesse" and is for young people (18 - 35 years old) interested in living abroad and improving their knowledge of languages through doing a volunteer work and/or practicing their skills to gain new experiences. I already went to Iceland last summer to participate in a workcamp in Neskaupsstaður, and I am repeating the experience this summer too, this time in Viðey and the Bláfjöll mountains. I like Iceland and I am very interested in its language, its culture, its nature, its people. I would like to discover more about that amazing country, and I am sure that I will learn a lot during these 3 months in Akureyri. I will be living with an Icelandic host during my stay, so that I will have the opportunity to speak Icelandic at home too. Kveðjur Jessica. Íslensk þýðing: Halló! Ég heiti Jessica Devergnies og er 24 ára gömul. Ég er frá Belgíu og er menntuð sem þýðandi og kennari. Ég verð sjálfboðaliði í Glerárkirkju og Síðuskóla frá 15. september til 15. desember 2010. Ég fékk styrk frá BIJ (skrifstofu fyrir alþjóðleg ungmennaskipti) til að fara til Íslands og læra íslensku á meðan ég starfa sem sjálfboðaliði. Að baki stofnunar BIJ stóðu annars vegar sú stofnun sem fer með alþjóðatengsl (Commissariat Général aux Relations Internationales) og hins vegar það ráðuneyti sem fer með menningarmál frönskumælandi samfélagsins í Belgíu (Direction Générale de la Culture). Markmið BIJ er að koma á fót og standa fyrir ungmennaskiptaverkefnum. Í dag er BIJ með verkefni í 70 löndum fyrir þátttakendur frá Wallona og Brussel. Verkefnið sem ég fæ styrk frá ber yfirskriftina ,,Tremplin Jeunes" eða ungt fólk á faraldsfæti en það er ætlað ungu fólki (18 til 35 ára) sem hefur áhuga á að búa erlendis og auka þekkingu sína á tungumálum í gegnum þátttöku í sjálfboðnu starfi og/eða starfsnámi sem gefur þeim möguleika á að safna reynslu. Ég hef þegar komið til Íslands. Síðasta sumar tók ég þátt í vinnubúðum í Neskaupsstað og ég ætla að endurtaka þann leik í sumar með þátttöku minni í vinnubúðum í Viðey og Bláfjöllum. Ég er mjög hrifin af Íslandi og hef mikinn áhuga á tungumálinu, menningunni, náttúrunni og fólkinu. Mig langar til að uppgötva meira um þetta hrífandi land og ég er viss um að ég mun læra mikið þessa þrjá mánuði á Akureyri. Ég mun búa hjá íslenskri fjölskyldu þennan tíma og hef því tækifæri til að tala íslensku heima líka. Kveðjur Jessica