Þú varst kannski að velta himninum dreyminn fyrir þér um leið og þú tyggðir strá eða hlýddir á randaflugusuðið, má vera að þú hafir verið að hugsa um gönguna yfir hálsinn eða Húnasiglingu nema það hafi verið heillandi kaffi, sem er framundan, útbúið af hressilegum liðsmönnum ferðafélagsins Fjörðungs, og þá vaknar þú allt í einu upp við raust klerksins, sem mælir fram orð Krists, „Varist falsspámenn.“
Þennan texta er að finna í prédikun sr. Bolla Péturs Bollasonar sem hann flutti í messu á Þönglabakka í gær. Prédikunin er aðgengileg á trú.is.