Ísland í miklu uppáhaldi

Klaudia Migdal frá Póllandi hefur verið sjálfboðaliði í Glerárkirkju í vetur fyrir tilstilli ungmennaáætlunar Evrópusambandsins, sem ber íslenska heitið Evrópa Unga Fólksins. Hér á eftir segir hún aðeins frá upplifun sinni. [English below] Nú hef ég dvalið á Íslandi í sjö mánuði og get sagt af fullvissu að þetta er eitt af uppáhalds löndunum mínum. Ég hef lært fjölmargt um lífið á þeim tíma sem ég hef búið og starfað hér í þessu landi. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að starfa í leikskólanum Krógabóli með frábærum konum sem hafa veitt mér innblástur og kenna mér fjölmargt á hverjum degi. Samveran með börnunum á því sem næst hverjum degi hefur hjálpað mér að sjá lífið frá öðru sjónarhorni. Mér eru fyrstu dagarnir mjög minnisstæðir því þá þurfti ég að læra svo margt nýtt. Það hefur ekki alltaf verið auðvelt að horfa á og skilja og reyna að nálgast krakkana og eiga samskipti við þau. En eftir því sem tíminn hefur liðið, íslenskan mín hefur batnað og ég hef áttað mig á því hvernig hlutirnir virka, hefur þessi reynsla breyst í miklar gleðistundir. Eftir sem áður er áskorunin til staðar, það kostar kraft og þor en gefur mér samt mjög mikið. Það má vera að þetta hlutverk virðist auðvelt, en það er það sannarlega ekki.

Að sama skapi hefur það verið mjög ánægjuleg og yndisleg reynsla að starfa með börnum og unglingum í æskulýðsstarfi kirkjunnar. Þar hef ég átt margar frábærar samverustundir með ungmennunum. Það að vera innan um Íslendinga í þetta langan tíma hefur hjálpað mér að átta mig á íslenskri menningu og persónueinkennum þeirra. Þátttaka mín í Adrenalín hópi Akureyrarkirkju hefur einnig reynst mjög skemmtileg og þar hef ég upplifað hreint frábærar stundir. Þá er það ógleymanlegt að hafa fengið að halda upp á jólin og taka þátt í þorrablóti sem og að vera hluti af eða fylgjast með öðrum hátíðarhöldum. Hingað til hef ég aðeins séð lítinn hluta af Íslandi, en í hvert sinn sem ég hef komið á nýjan stað hef ég vart trúað eigin augum, slík hefur fegurð náttúrunnar verið. Það frábæra við að búa svona langt í norðri, er nálægðin við Mývatnssveit, sem er í miklu uppáhaldi hjá mér.

Auk þessara frábæru hluta sem ég hef fengið að upplifa, hef ég einnig staðið frammi fyrir nokkrum áskorunum. Þannig þurfti ég til dæmis að leggja mig alla fram þegar ég byrjaði að vinna með nemendum frá Póllandi í Oddeyrarskóla. Það verkefni hefur tekið á. En með tímanum gengur betur og betur. Þá hef ég líka lært margt um sjálfa mig. Ég hef aldrei áður búið ein í jafn langan tíma áður og mér þykir ég vera orðin sjálfstæðari. Og nú veit ég að ég get gert margt upp á eigin spýtur. Ég hef eignast fullt af vinum hér og skemmt mér hreint stórkostlega hér á Akureyri. Það er frábært að búa í þessum bæ. Ég nýt menningar- og tónlistarlífsins hér alveg sérstaklega. Ég get ekki óskað mér betri staðar til að lifa hamingjusömu lífi. Þetta hefur í heild sinni verið skemmtileg og undraverð reynsla hingað til og ég vona að framundan sé margt fleira sem mér gefst færi á að uppgötva.

ENGLISH
After 7 months spent in Iceland I can safely say that it is one of my favorite countries. Working and living in this country has taught me a lot of things about life. I am really grateful that I have a chance to work at the kindergarten with amazing women that give me a lot of inspiration and are teaching me many things every day. Being with children almost every day helped me appreciate life from a different perspective. I can remember my beginnings when I had to learn so many new different things. Watching and observing, trying to approach the kids and communicate with them has been sometimes really difficult. But with time, improving my Icelandic and learning how things operate turned into  the most joyful experience. It is still a challenge and not an easy thing to do, but it has been the most satisfying.  It may seem an easy job, but it is not. As for Glerarkirkja  itself, working with youth and kids has been an utmost satisfying and amazing experience.  I had so many great moments and a lot of fun while working with the youth. Being around Icelanders for such a long time helped me with understating better the culture and the Icelandic character. It was as well a lot of fun and many great moments working in Akureyrakirkja with one youth group. It was one of my favorite group. Celebrating Christmas, taking part in Thorrablot and seeing and participating other events and celebrations was an experience I will never forget. I saw only a little of Iceland, but whenever I went there was nature so beautiful I could not believe my own eyes. The great thing about living here up north is that it is so close to Mývatnssveit, which is one of my favorite places to visit. Apart from the great things that happened to me, there were some difficulties that I had to face, for example I had to put a lot of effort  when I started working with Polish kids in Oddeyrarskóli and it has been quite a challenge for me. But with time it got much better. Apart from that, I learned a lot about myself. I have never lived on my own for such a long period of time and I feel that I am more independent. Now I know  I can do a lot of things by myself. I have made a lot of friends in here and I have had the most amazing time and fun in Akureyri. It feels very good  living in this town. I really enjoy cultural and music life in here. You cannot wish for any better place to live very happy. All in all, I had fun and most amazing experiences so far and I hope that many more are before me to discover.