Innanlandsaðstoð Hjálparstarfsins - hægt að sækja um í Glerárkirkju

Hjálparstarf kirkjunnar veitir bágstöddum um allt land aðstoð, árið um kring. Félagsráðgjafi veitir innanlandsdeild Hjálparstarfsins forstöðu en tveir félagsráðgjafar eru starfandi hjá stofnuninni auk starfsmanna sem annast fatalager og fleira. Auk þeirra leggja sjálfboðaliðar starfinu lið. Tekið er á móti fólki sem sækir um og þeim veitt ráðgjöf og ýmis aðstoð eftir aðstæðum fyrir hönd Hjálparstarfsins í Glerárkirkju á viðtalstímum presta, þriðjudaga til föstudaga milli 11:00 og 12:00. Barnafjölskyldur sem og einstaklingar geta fengið inneignarkort í matvöruverslunum. Allir geta sótt um aðstoð við að leysa út lyf (ekki þríhyrningsmerkt lyf), fengið stuðning við skólagöngu og tómstundir barna. Varðandi fatnað vísum við alla jafna á Rauða Krossinn og Hjálpræðisherinn. Okkar hlutverk í Glerárkirkju er m.a. að koma útfylltum umsóknum til Hjálparstarfsins. Öllum umsóknum þurfa að fylgja gögn sem sýna fram á tekjur og gjöld viðkomandi, sjá nánar hér.