Íhugun - kyrrð - útivera

Kyrrðardagur verður á Möðruvöllum í Hörgárdal laugardaginn 16. apríl kl. 10-17. Þátttakendur eru hvattir til að klæða sig eftir veðri svo njóta megi gönguferða í náttúrunni, hvort sem fólk velur að ganga eitt sér eða í hóp. Umsjón: Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, sóknarprestur á Möðruvöllum og sr. Guðrún Eggertsdóttir, sjúkrahúsprestur. Kyrrðardagurinn er þátttakendum að kosnaðarlausu. Fólk er hvatt til að skrá sig sem fyrst þar sem fjöldi þátttakenda er takmarkaður. Skráning á srslara@ismennt.is eða í síma 462 1963.