Hversdagshelgistundir í Glerárkirkju - miðvikudagskvöldum kl.20:00

Í sumar er sunnudagshelgihaldið hér á Akureyri sameiginlegt milli Akureyrarkirkju og Glerárkirkju og fer fram sunnan við á.
Hér í þorpinu verðum við með hversdagshelgihald á miðvikudagskvöldum og hvetjum ykkur til að gefa ykkur tíma í sumar til að koma við í kirkjunni og njóta góðrar stundar.

19. júní
Sr. Guðmundur Guðmundsson
og Krossbandið leiða fallega guðsþjónustu.

26. júní
Kvöldganga frá Lögmannshlíðarkirkju. Njótum þess að koma saman í guðsgrænni náttúrunni.
Sr. Guðmundur Guðmundsson leiðir stundina og Arnar Yngvason segir frá yfirstandandi viðhaldsvinnu við Lögmannshlíðarkirkju.

3. júlí
Sr. Magnús G. Gunnarsson og Ívar Helgason leiða rólega bæna- og söngstund í kirkjunni.

10. júlí
Krossbands guðsþjónusta.
Sr. Magnús G. Gunnarsson leiðir
góða kvöldstund.