Hugleiðing um harmleikinn í Noregi

Dr. Olav Fykse Tveit er norskur prestur og framkvæmdastjóri Alkirkjuráðsins, World Council of Churches. Það eru samtök 349 kirkna í yfir 110 löndum og landssvæðum um allan heim, bæði rétttrúnaðarkirkna og fjölmargra ólíkra mótmælendakirkna. Meðlimir þeirra eru samtals yfir 560 milljónir. Í pistli á trú.is skrifar hann m.a.: Við erum, sem kristin kirkja, skuldbundin til að vinna saman að réttlátum friði. Það þýðir að vinna að opnum samfélögum þar sem fólk í öllum hópum samfélagsins er meðhöndlað sem einstaklingar með skyldur og réttindi og þar sem óréttmæt og syndug hegðun er fordæmd. Við þurfum að huga að samvisku okkar - um það hvað við segjum og hvað við segjum ekki - og halda áfram samræðunni við nágranna okkar. Lesa pistil á trú.is