Hólahátíð hefst í dag

Hólahátíð hefst formlega í kvöld kl. 20:00  í Auðunarstofu. Þar flytur Ragnheiður Þórsdóttir  erindi um vefnað til forna  við kljásteinsvefstól sem þar hefur verið settur upp. Hápunktur hátíðarinnar er svo á sunnudag en þá vígir biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, Solveigu Láru Guðmundsdóttur til vígslubiskups á Hólum. Meðal gesta verða sex erlendir biskupar.

Dagskráin í heild sinni:

Föstudagur

Kl. 20:00 Setning Hólahátíðar í Auðunarstofu. Ragnheiður Þórsdóttir flytur erindi um vefnað til forna.

Laugardagur

Kl. 9:00  Morgunsöngur í dómkirkjunni.
Kl. 11:00 Gengið frá Hólastað í Gvendarskál þar sem vígslubiskup syngur stutta pílagrímamessu við altari Guðmundar góða.  Sr. Dalla Þórðardóttir flytur hugvekju.
Kl.16:00 Félagið Á Sturlungaslóð Söguslóð stendur fyrir dagskrá í dómkirkjunni.  Að henni lokinni verður gengið niður í Víðines þar sem afhjúpað verður upplýsingaskilti um Víðinesbardaga.
Kl. 18 Tekið á móti pílagrímum í Hóladómkirkju. Kvöldsöngur.
Kl. 19:30 Grillveisla í Hólaskóla.

Sunnudagur

Kl. 9:00 Morgunsöngur í dómkirkjunni
Kl. 11:00 Sýning opnuð í Auðunarstofu um Guðbrand Þorláksson biskup.

Kl. 14.00 Hátíðarmessa í dómkirkjunni þar sem biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, vígir séra Solveigu Láru Guðmundsdóttur til biskups í Hólastifti. Kórar Hóladómkirkju og Möðruvallaklausturprestakalls syngja.  Organistar og kórstjórar eru Sigrún Magna Þórsteinsdóttir og Jóhann Bjarnason.

Sjá einnig á kirkjan.is.