Hlé á barna og æskulýðsstarfi næstu vikur.

Vegna þriðju bylgju covid19 og tilmæla skólayfirvalda á Akureyri um að takmarka samgang nemenda úr ólíkum skólum næstu vikuna höfum við í Glerárkirkju og Akureyrarkirkju ákveðið að það verði hlé á öllu barna- og æskulýðsstarfi kirkjunnar fram í byrjun nóvember.
Þetta á þá við um Glerunga, TTT, UD-Glerá, Barnakór og Æskulýðskór Glerárkirkju.
Óvíst er með framkvæmd fermingarfræðslu en það verður kynnt í þessari viku.
Vonandi verður hægt að hefja stafið aftur strax í nóvember en það verður kynnt vel fyrir mánaðarmót.

Góðar kveðjur úr kirkjunni.