Hjálparstarfið aðstoðar efnaminni foreldra framhaldsskólanema

„Umsóknum um aðstoð til efnaminni foreldra framhaldsskólabarna til greiðslu á skólagjöldum og skólabókum hefur fjölgað þó nokkuð,“ segir Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar í frétt á mbl.is í dag. Um leið og við bendum á þessa frétt minnum við í Glerárkirkju á viðtalstímana í kirkjunni þriðjudaga til föstudaga frá 11:00 til 12:00, en á þeim tíma er hægt að sækja um aðstoð frá hjálparstarfinu, eða hafa samband og ganga frá því að komið sé á öðrum tíma. Þeim sem hafa tök á því að styðja hjálparstarfið er bent á vefsíðuna framlag.is.