Helgistund í Lögmannshlíðarkirkju

Á sunnudegi um Verslunarmannahelgi er helgistund í Lögmannshlíðarkirkju kl. 11:00 í umsjón Péturs Björgvins djákna. Lesnir verða Davíðssálmar og farið með bænir. Áætlað er að helgistundin taki 15 mínútur. Fólk er hvatt til að taka með sér nesti því að helgistund lokinni setjumst við undir kirkjuvegginn og borðum nestið okkar ef veður leyfir.