Helgisöngleikur og jólaball þann 3. í aðventu

Komandi sunnudag, þann þriðja í aðventunni verður samkoma hér í anda fjölskylduguðsþjónustu, en þó öðruvísi.
Barna- og æskulýðskórarnir flytja nýjan helgisöngleik með jóla og kærleiksboðskap. Við eigum notalega samveru með bæn og söng áður en við röltum yfir í safnaðarheimili og dönsum í kringum jólatréð.
Eydís djákni leiðir stundina.
Verið hjartanlega velkomin.