Helgihald páskanna

Helgihald í Glerárkirkju í dymbilviku og á páskadegi.

Fimmtudagur 24. mars - Skírdagur

Kvöldmessa kl. 20. Sr. Jón Ómar Gunnarsson og sr. Guðmundur Guðmundsson, héraðsprestur, þjóna. Valmar Väljaots og Sigurður Þengilsson leiða söng.

Föstudagur 25. Mars ? Föstudagurinn langi

 Messa kl. 11. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots.

 Íhuganir við krossinn kl. 14. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur, fjallar um guðfræði krossins. Margrét Árnadóttir syngur einsöng. Helgistund og kaffiveitingar.

 Laugardagur 26. mars

 Páskavaka kl. 23. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar.

Sunnudagur 27. mars ? Páskadagur

Hátíðarmessa kl. 9. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar. Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots. Morgunverðarhlaðborð í boði eftir messuna.

Sunnudagaskóli kl. 11. Eydís Ösp Eyþórsdóttir, leiðir stundina. Mikill söngur og gleði. Foreldrar og börn hjartanlega velkomin.

Guðsþjónusta á Hlíð kl. 11. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar. Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots.