Helgihald um hátíðirnar

Verið velkomin til kirkju um hátíðirnar.
Hér í Glerárkirkju verður fjölbreytt helgihald fyrir fólk á öllum aldri.

Aftansöngurinn okkar verður kl.17:00 í ár. Það þýðir að við göngum út í jólakvöldið kl.18:00 þegar bjöllurnar hringja jólin inn.
Á jólanóttina komum við saman til söngstundar í Glerárkirkju kl.23:00. Þar verður tónlistin í fyrirrúmi, en jólaguðspjallið fær auðvitað sitt pláss líka.
Á jóladag er hefðbundin hátíðarmessa hér í kirkjunni en einnig á Öldrunarheimilinu Lögmannshlíð.
Annan dag jóla er svo fjölskylduguðsþjónusta og jólakemmtun barnanna.

Laugardagurinn 24. desember - Aðfangadagur
Aftansöngur kl. 17:00 - ATH TÍMASETNINGU
Sr. Magnús Gunnarsson þjónar, Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots. Komið og syngið inn jólin með okkur. Messunni lýkur kl.18:00 og við göngum út í jólakvöldið meðan bjöllurnar hringja hátíðina inn.

Næturmessa kl.23:00
Sr. Sindri Geir leiðir helgistund um jólanóttina. Verið velkomin til hátíðlegrar og ljúfrar stundar í kirkjunni. Rannvá Olsen, Siggi Ingimars og Heimir Ingimars leiða jólasöng.

Sunnudagurinn 25. desember - Jóladagur
Hátíðarmessa kl.14:00
Sr. Helga Bragadóttir þjónar, Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots.

Mánudagurinn 26. desember - Annar í jólum
Fjölskyldumessa kl.11:00
Eydís, Tinna og Sindri leiða samveruna, barna- og æskulýðskórar kirkjunnar syngja og við eigum ljúfa jólastund saman.