Helgihald um aðventu og jól

Hér er að finna yfirlit yfir helgihald í Glerárkirkju nú á aðventunni og um jólin. Það er fjölbreytt dagskrá, tónleikar, aðventukvöld og afmælishátíð kirkjunnar 7. - 10 desember. Allir hjartanlega velkomnir.

Jólaleg mynd af kirkjunni

Jólatónleikar 2. Desember kl. 17:00.
Barna- og Æskulýðskór Glerárkirkju syngur með Guðrúnu Árnýju Karlsdóttur söngkonu. 

Sunnudagurinn 3. Desember ? Fyrsti sunnudagur í aðventu

Sunnudagaskóli og messa kl. 11:00
Sr. Stefanía Guðlaug Steinsdóttir þjónar.
Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmar Väljaots.

Aðventukvöld kl. 20:00
Ræðukona kvöldsins er Soffía Gísladóttir forstöðumaður vinnumálastofnunar.
Kórar Glerárkirkju flytja tónlist. Fermingarbörn taka þátt í ljósaathöfn.
Allir velkomnir.

Fimmudagur 7. Desember

Hátíðarsamvera eldri borgara kl. 15:00
Séra Gunnlaugur Garðarsson sér um stundina.
Kór eldri borgara ?Í fínu formi? syngur undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur. 

Laugardagurinn 9. Desember

Afmælis erindi kl. 14:00
Pétur H. Ármannsson flytur erindið: ?Guðshús nýrra tíma- Glerárkirkja og byggingarsaga?. Tónlist og veitingar.

Sunnudagurinn 10. Desember ? Annar sunnudagur í aðventu

Hátíðarmessa á 25. ára vígsluafmæli kirkjunnar og sunnudagaskóli kl. 11:00
Frú Agnes Sigurðardóttir biskup predikar og prestar og djákni kirkjunnar þjóna.
Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmars Väljaots og Petru Bjarkar Pálsdóttur.

Sunnudagurinn 17. Desember ? Þriðji sunnudagur í aðventu 

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11:00
Séra Gunnlaugur Garðarsson þjónar ásamt Sunnu Kristrúnu Gunnlaugsdóttur djákna. Barna- og Æskulýðskór Glerárkirkju syngur og verður með helgileik undir stjórn Margrétar Árnadóttur.

Jólatónleikar kl. 16:00
Kór Glerárkirkju og kór eldri borgara ?Í fínu formi?.
Undir stjórn Valmars Väljaots og Petru Björk Pálsdóttur.

Sunnudagurinn 24. Desember ? Aðfangadagur jóla

Aftansöngur kl. 18:00
Séra Gunnlaugur Garðarsson þjónar.
Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmar Väljaots.

Miðnæturmessa kl. 23:00
Sr. Stefanía Guðlaug Steinsdóttir þjónar.
Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmar Väljaots.

25. Desember ? Jóladagur

Hátíðarguðsþjónusta á Lögmannshlíð kl. 11:00.
Sr. Stefanía Guðlaug Steinsdóttir þjónar.
Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmar Väljaots.

Hátíðarguðsþjónusta kl. 13:30
Sr. Stefanía Guðlaug Steinsdóttir þjónar.
Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmar Väljaots.

26. Desember ? Annar í jólum

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 13:00
Sr. Stefanía Guðlaug Steinsdóttir þjónar.
Barna- og Æskulýðskór Glerárkirkju syngur undir stjórn Margrétar Árnadóttur.
Í guðsþjónustunni verður sýndur helgileikur.

1. Janúar ? Nýársdagur

Hátíðarmessa kl. 14:00
Séra Gunnlaugur Garðarsson þjónar.
Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmar Väljaots.

7. Janúar ? Þrettándamessa

Jólin kvödd kl. 11:00
Séra Stefanía Guðlaug Steinsdóttir þjónar.
Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmar Väljaots.