Helgihald sunnudaginn 27. febrúar

Sunnudaginn 27. febrúar er messa í Glerárkirkju kl. 11:00 þar sem Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots. Þá er kvöldguðsþjónusta með Krossbandinu kl. 20:30. Prestur er sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir. Fjölmennum og eigum góða stundir saman í kirkjunni okkar. Athygli er vakin á því að kvöldguðsþjónustan er um leið upphaf þemaviku fermingarbarna.