Helgihald sunnudaginn 23. september

Sunnudaginn 23. september kl. 11:00 er messa og barnastarf í Glerárkirkju. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar, Kór Glerárkirkju leiðir almennan söng. Sameiginlegt upphaf er í messu, en að loknum ritningarlestrum ganga börnin og þeir foreldrar sem það kjósa yfir í sunnudagaskólann sem er í safnaðarheimilinu. Sá háttur er einnig hafður á að í andyri kirkjunnar eru litir, blöð og leikföng þannig að ef þannig stendur á hjá fjölskyldunni þá er velkomið að bíða eftir sunnudagaskólanum í forkirkjunni.

Smellið hér til að skoða myndir frá helgihaldi síðasta sunnudags.