Helgihald í Glerárkirkju um jólin

Í Glerárkirkju verður að venju fjölbreytt helgihald um jólin. Á aðfangadag verður aftansöngur kl. 18:00. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar og Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots. Miðnæturmessa verður kl. 23:00. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar ásamt Pétri Björgvin Þorsteinssyni, djákna. Á jóladag verður hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar og Kór Glerárkirkju syngur. Á annan dag jóla verður fjölskylduguðsþjónusta kl. 13:00. sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir og Pétur Björgvin Þorsteinsson, djákni leiða stundina, börn flytja helgileik og kór kirkjunnar leiðir söng.