Helgihald 21. janúar kl.11:00

Sunnudaginn 21. janúar verða messa og sunnudagaskóli í Glerárkirkju.
sr. Magnús leiðir guðsþjónustu, Kór Glerárkirkju syngur og Valmar Väljaots mannar orgelið.

Á sama tíma verður sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu í umsjón Snævars og sr. Sindra Geirs.
Þar verður saga og söngur, föndur og fjör.

Verið hjartanlega velkomin!