Hauststarfið að fara af stað

Helgihald í september

4. september kl.11:00
Við hefjum haustið með fjölskylduguðsþjónustu, Eydís Ösp, Tinna Hermannsdóttir og sr. Helga Bragadóttir leiða stundina.

7. september kl.12:00
Miðvikudags helgistund í kapellunni.

11. september kl.11:00
Sunnudagaskóli í safnaðarheimili.
Kveðjumessa. Sr. Stefanía Steinsdóttir kveður Glerárkirkju eftir 5 ára starf.
Kaffi í safnaðarheimili eftir stundina.

14. september kl.12:00
Miðvikudags helgistund í kapellunni.

18. september
kl.11:00 Sunnudagaskóli í safnaðarheimili
kl.20:00 Kvöldmessa í Glerárkirkju.
Sr. Magnús G. Gunnarsson leiðir stundina og Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots.

21. september kl.12:00
Miðvikudags helgistund í kapellunni.

25. september kl.11:00
Sunnudagaskóli í safnaðarheimili
Innsetningarmessa. Sr. Helga Bragadóttir nýr prestur Glerárkirkju er formlega sett í embætti. Kaffi í safnaðarheimili eftir stundina.

28. september kl.12:00
Miðvikudags helgistund í kapellunni.

 

Prjónakaffi á miðvikudagsmorgnum.

Í haust er prjónakaffi í safnaðarheimili Glerárkirkju kl.10:00 á miðvikudögum.
Það er heitt á könnunni og hægt er að mæta með handavinnu og taka þátt í góðu samfélagi.

 

Helgistund og súpa í hádeginu á miðvikudögum

Í hádeginu á miðvikudögum er kyrrðar- og fyrirbænastund í Glerárkirkju. Stundin hefst kl.12:00 og að henni lokinni er hægt að kaupa súpu og brauð á 1000 krónur í safnaðarheimili kirkjunnar. Hægt er að koma fyrirbænaefnum til presta kirkjunnar fyrir stundina.

 

Finnst þér gaman að syngja?

Kór Glerárkirkju tekur fagnandi á móti nýju söngfólki! Ef þig langar að syngja fjölbreytta kórtónlist og ert til í að syngja við messur einu sinni eða tvisvar í mánuði þá er þetta kór fyrir þig.
Í haust verða æfingar á mánudagskvöldum milli 20:00 - 22:00.
Í september eru opnar æfingar og áhugasamt söngfólk má gjarnan líta við á æfingu eða hafa samband við Valmar Väljaots kórstjóra.
Sími: 849 2949
Netfang: valliviolin@gmail.com

 

Kyrrðarbæn – íhugunarstundir

Í haust hefjast kyrrðarbænastundir í kapellu Glerárkirkju kl.17:00 á þriðjudögum.

Kyrrðarbæn hefur verið kölluð kristin núvitund en hún snýst um að hvíla í þögninni og dýpka sambandið við okkur sjálf og Guð innra með okkur. Stundirnar hefjast um miðjan september, námskeið og upphafsdagur verða auglýst síðar.

 

Foreldramorgnar, byrjar 1. sept. 

Foreldramorgnar – Sameiginlegir fyrir Akureyrarkirkju og Glerárkirkju
Þann 1. september byrja sameiginlegu foreldramorgnarnir aftur og verður allt með sama sniði og í fyrra. Það er, við verðum í Glerárkirkju alla fimmtudagsmorgna milli 10-12. Hittumst þar og leikum og spjöllum og höfum fyrirlestur eða fræðslu ca 1x í mánuði. Léttur morgunverður í boði á 500 kr. Nánari upplýsingar á facebooksíðunni: Foreldramorgnar sameinaðir. Glerárkirkja, Akureyrarkirkja

 

Barna- og æskulýðskórar, byrjar 7. sept.

Barnakór Glerárkirkju er fyrir börn í 2.-4.bekk. Kórinn æfir einu sinni í viku, á miðvikudögum frá 16.00-17.00 í Glerárkirkju. Stjórnandi er Margrét Árnadóttir. Við syngjum lög úr ýmsum áttum og tökum þátt í fjölskylduguðsþjónustum einu sinni í mánuði. Allir eru velkomnir í kórinn og það er alveg ókeypis!

Æskulýðskór Glerárkirkju er ætlaður einstaklingum frá 5.bekk og uppúr. Æfingar eru á miðvikudögum milli kl. 17 - 18:30 í Glerárkirkju. Kórinn er opinn öllum og er alveg ókeypis. Við syngjum fjölbreytta tónlist og tökum þátt í fjölskylduguðsþjónustum einu sinni í mánuði. Stjórnandi er Margrét Árnadóttir.

Kórastarfið hefst 7. september. Upplýsingar veitir Margrét Árnadóttir í síma 8227184 eða á netfanginu margret.a73@gmail.com.

 

Glerungar, byrjar 5. sept.

Fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir 1.- 4. bekk. Við hittumst á mánudögum kl.14-15:30 á neðri hæð Glerárkirkju, húsið opnar kl.14:00.
GlerUngar eru með lokaðan facebookhóp þar sem foreldrar geta fylgst með starfinu gegnum myndir og myndbönd.

 

TTT, byrjar 8. sept

Á fimmtudögum bjóðum við upp á leiki og fjölbreytta dagskrá fyrir
5. - 7. bekk. Húsið opnar kl. 14:00 og starfið stendur til 15:30.
TTT starfið er með lokaðan facebookhóp þar sem foreldrar geta fylgst með starfinu gegnum myndir og myndbönd. 8. sept.

 

UD-Glerá, byrjar 15. sept.

UD-Glerá er unglingastarf Glerárkirkju og KFUM og KFUK fyrir 8. - 10. bekk. UD Glerá hittist í Sunnuhlíð á fimmtudögum kl. 20, húsið opnar kl. 19:30. Umsjón með starfinu hafa Eydís Ösp, verkefnastjóri fræðslu - og fjölskyldusviðs, og Tinna Hermannsdóttir, svæðisfulltrúi KFUM&K á Norðurlandi. 15. sept.