Haustnámskeið barnastarfs kirkjunnar

Leyfum starfinu að blómstra á nýjan hátt er yfirskrift haustnámskeiðs barnastarfs kirkjunnar sem haldið verður víða um land í haust, meðal annars í Glerárkirkju fimmtudagskvöldið 13. september frá 17:00 til 21:00. Námskeiðið er ætlað prestum, djáknum, æskulýðsfulltrúum, barnakórstjórum, leiðtogum og aðstoðarleiðtogum í barnstarfi kirkjunnar. Þátttaka er ókeypis. Sr. Jón Ármann Gíslason prófastur veitir nánari upplýsingar og tekur á móti skráningum á netfangið skinnast[hjá]gmail.com.

Á námskeiðinu verða kennd ný gospellög sem einnig eru aðgengileg á nýútkomnum geisladiski. Þá verða kynntar nýjar, stuttar teiknimyndir sem nota má í barnastarfinu og kenndar ýmsar aðferðir við að segja biblíusögur.

Sjá auglýsingu.