Haustfundur starfsfólks og sjálfboðaliða

Haustfundur starfsfólks og sjálfboðaliða í Glerárkirkju verður mánudagskvöldið 13. september kl. 19:00 til 20:00. Þar mæta öll þau sem gegna ábyrgðarstöðum í hópum og starfi í Glerárkirkju, s.s. stjórn foreldrafélags Æskulýðskórsins, stjórn Kórs Glerárkirkju, umsjónarfólk 12 spora námskeiðanna, starfsfólk og sjálfboðaliðar í æskulýðsstarfinu, einfaldlega allir til skrafs og ráðagerða en þó fyrst og fremst til að efla kynnin innbyrðis. Og að sjálfsögðu verður hópmyndatakan til staðar (munið hvað var gaman síðast)!