Hádegissamverur á miðvikudögum

Það eru allir hjartanlega velkomnir á fyrirbænastundirnar í Glerárkirkju sem eru hvern miðvikudag klukkan tólf. Fyrirbænaefnum má koma til presta kirkjunnar á viðtalstíma á miðvikudögum milli 11:00 og 12:00 (sími 464 8800) eða með því að senda þeim tölvupóst (gunnlaugur@glerarkirkja.is / arna@glerarkirkja.is). Að lokinni fyrirbænastund í kirkjunni býðst þátttakendum að kaupa sér léttan hádegisverð í safnaðarsal.