Hádegissamvera

Hádegissamverur á miðvikudögum eru fastur liður í helgihaldinu í Glerárkirkju. Hvern miðvikudag klukkan tólf hittast 20 til 30 manns í kirkjunni til bænagjörðar og altarisgöngu. Allir eru hjartanlega velkomnir. Stundin hefst á því að sunginn er sálmur og hlustað er á guðsspjall síðasta sunnudags. Að því loknu er farið með syndajátningu og gengið til altaris áður en komið er að fyrirbænastund þar sem bænarefni sem komið hefur verið til prestanna eru lögð í Drottins hendur. Þegar lokasálmur hefur verið sunginn er svo gengið til hádegisverðar í safnaðarsal. Allir sem vilja taka þátt í þessu helgihaldi og fyrirbænastund eru hjartanlega velkomnir. Best er að koma fyrirbænaefnum til prestanna með því að líta við á skrifstofunni eða hringja í síma 464 8800 en einnig má senda fyrirbænaefni tímanlega í tölvupósti á glerarkirkja@glerarkirkja.is