Guðsþjónusta á þýsku

Sunnudaginn 12. ágúst næstkomandi gerumst við árrisul í Glerárkirkju og bjóðum alla velkomna í guðsþjónustu klukkan níu um morguninn. Guðsþjónustan verður í umsjón sr. Alfred Essig frá Brackenheim í Þýskalandi og verður guðsþjónustan alfarið á þýsku. Að henni lokinni mun Pétur Björgvin segja frá safnaðarstarfinu og stöðu íslensku kirkjunnar í stuttu erindi í safnaðarsalnum. Það erindi verður sömuleiðis aðeins á þýsku. Dagskráin er opin öllum sem áhuga hafa.

Sjá nánar á þýsku.