Guðsþjónusta 6. febrúar 2022

Nú á sunnudaginn verður guðsþjónusta í kirkjunni en vegna sóttkvíarvesens verður ekki sunnudagaskóli strax. Við auglýsum það vel þegar sunnudagaskólinn fer af stað en bjóðum ykkur velkomin til þessarar fyrstu guðsþjónustu ársins hér í kirkjunni.
Sr. Guðmundur og sr. Sindri leiða stundina saman og eiga samtalsprédikun um guðspjallatextann. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur.
Sjáumst í kirkjunni.