Göngumessa mánudaginn 1. ágúst kl. 20:00

Stundin hefst í Glerárkirkju, við göngum svo um hverfið, stöldrum við á nokkrum stöðum, íhugum og biðjum. Stundinni lýkur síðan með molasopa í Glerárkirkju. Létt ganga um hverfið sem ætti að vera á færi flestra. Allir velkomnir. Stundina annast sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir.