Gönguhópur Glerárkirkju byrjar í dag

Nýr þáttur í starfi Glerárkirkju er gönguhópur í umsjón hjónanna Regínu B. og Péturs Björgvins. Gengið er af stað frá Glerárkirkju um hálf fimmleytið hvern mánudag. Fastur viðkomustaður í hverri gönguferð er Lögmannshlíðarkirkja. Þar er haldin stutt helgistund áður en gengið er til baka. Engin skráning er í hópinn og öllum sem hafa áhuga og treysta sér í þessa göngu velkomið að slást í hópinn. Nánari upplýsingar gefur Pétur Björgvin í síma 864 8451.