Gönguhópur Glerárkirkju á mánudögum

Á mánudögum er boðið upp á gönguhóp í Glerárkirkju. Lagt er af stað frá Glerárkirkju kl. 16:30 og gengið upp í Lögmannshlíðarkirkju. Þar gefst tækifæri til að fá sér heitan drykk en einnig er sest niður í kirkjunni og höfð stutt helgistund. Öll þau sem áhuga hafa eru velkomin í gönguhópinn. Áætlað er að hópurinn sé kominn til baka að Glerárkirkju kl. 18:30. Umsjón með gönguhópnum hafa hjónin Regína B. og Pétur Björgvin Þorsteinsson. Nánari upplýsingar gefur Pétur í síma 864 8451.