Gönguguðsþjónusta 18. júlí

Sumarið er tíminn - að minnsta kosti meðan við njótum veðurblíðu eins og þeirrar sem er nú yfir norðurlandi.
Það er ekkert vit að vera inni meðan sólin skín og hitinn slagar í 20 gráður svo við ætlum að koma saman á sunnudaginn við Lögmannshlíðarkirkju og ganga tæplega 5km hring.
Sr. Sindri Geir leiðir stundina og gefur íhugunarefni fyrir gönguna, að göngunni lokinni er heitt á könnunni og nóg af vatni við Lögmannshlíðarkirkju.