Góð viðbrögð við umræðukvöldunum

Síðustu mánudagskvöld hafa staðið yfir umræðukvöld í Glerárkirkju þar sem framsögufólk hefur rætt stefnumál kirkjunnar. Að loknu hverju kvöldi hafa helstu atriði úr erindum kvöldsins verið tekin saman í stutt myndbönd og þau birt á netinu þeim sem ekki áttu heimangengt á viðkomandi kvöldum til fróðleiks. Með þessu vilja Eyjafjarðarprófastsdæmi og Glerárkirkja auka þjónustu sína við áhugafólk um kristni og kirkjustarf.

Nálgast má umfjöllun um fræðslukvöldin á vef prófastsdæmisins:

Næsta umræðukvöld verður mánudagskvöldið 1. nóvember kl. 20:00 en þar mun sr. Kristján Valur Ingólfsson flytja erindi um helgisiði og handbók kirkjunnar. Allir eru hjartanlega velkomnir á umræðukvöldin og er aðgangur ókeypis.

Sjá nánar á vef prófastsdæmisins.