Glerárkirkja er bleik!

Glerárkirkja hefur verið lýst með bleikum ljósum allan októbermánuð. Á þann hátt vill kirkjan vekja athygli á baráttu gegn krabbameinum hjá konum og vera með í  fjáröflunar- og árvekniátaki Krabbameinsfélagsins Bleiku slaufunni.Margir taka þátt þessu verkefni eins og sést af bleikum slaufum, fötum og ýmsu öðru um allan bæ. Á heimsíðu bleiku slaufunnar segir: Með heilbrigðum lífsstíl er hægt að koma í veg fyrir þriðja hvert krabbamein. Það á við bæði um konur og karla.