Glerárkirkja 20 ára

Mikið verður um dýrðir í Glerárkirkju um komandi helgi, þ.e. 7. til 9. desember því þá fögnum við 20 ára vígsluafmæli Glerárkirkju, en þann 6. desember árið 1992 var kirkjan fullbúin og kirkjuskipið þar með tekið í notkun. Dagskráin hefst formlega á föstudagskvöldinu þegar formaður afmælisnefndar, Gunnhildur Helgadóttir, opnar listsýningu Díönu Bryndísar og létt lög í bland við jólalög taka að hljóma frá kaffihúsi kvenfélagsins Baldursbrár þar sem þær Jokka og Linda syngja við undirleik Reynis Schiöth. Í framhaldinu rekur einn viðburðurinn annan fram á sunnudagskvöld en nær hápunkti sínum í hátíðarmessu á sunnudegi klukkan tvö. Vonumst við í Glerárkirkju eftir því að sem flestir hafi tök á því að láta sjá sig í Glerárkirkju þessa helgina.

Á forsíðu Glerárkirkju er að finna borða efst í hægra horni síðunnar þar sem segir ,,Glerárkirkja 20 ára". Ef smellt er á hann má finna nánari upplýsingar um dagskrá helgarinnar. Sjáumst í Glerárkirkju!