Gestir í Glerárkirkju í janúar - gestgjafafjölskyldur óskast

Allt frá 2009 hefur Glerárkirkju boðið upp á sérstaka þemaviku fermingarbarna í upphafi vorannar. Þemavikunni er ætlað að gefa innsýn í kristni og safnaðarstarf á annan hátt heldur en hið reglulega fermingarstarf rúmar. Að þessu sinni fáum við í heimsókn átján manna hóp frá Ungu fólki með hlutverk sem er statt hér á landi í starfsþjálfunarverkefni sem er hluti af því biblíuskólanámi sem fólkið tekur þátt í. Um er að ræða ungt fólk á milli tvítugs og þrítugs. Til þess að gera þetta verkefni mögulegt vantar okkur aðstoð: Við leitum að fjölskyldum sem geta tekið gest(i) í gistingu og morgunverð frá mánudeginum 21. janúar til og með sunnudagsins 27. janúar (brottför síðdegis).

Nánari upplýsingar og skráning er hjá Pétri Björgvini djákna, 864 8451, petur[hjá]glerarkirkja.is. Eins og gefur að skilja hefur kirkjan ekki tök á því að greiða fyrir gistingu og morgunmat gestanna.

Myndin sem fylgir fréttinni er af sambærilegum hópi sem heimsótti kirkjuna í janúar 2010 og sá um þemaviku fermingarbarna.