Gefðu gjöf frá hjartanu

N4, Icelandair, Vodafone og Bílaleiga Akureyrar eru bakhjarlar söfnunar til styrktar Hjálparstarfi kirkjunnar. Söfnunin fer fram í beinni útsendingu á N4 frá Menningarhúsinu Hofi, föstudagskvöldið 16. desember kl. 20:00. Símalínurnar eru hins vegar opnar nú þegar og um að gera að hringja og styrkja gott málefni: 9071901 - 1000 kr. 9071903 - 3000 kr. 9071905 - 5000 kr. Allur ágóði rennur til Hjálparstarfs kirkjunnar á Norðurlandi. Sjá nánar á help.is. Tryggið ykkur miða á www.midi.is eða á www.menningarhus.is.