Fyrsta fjölskyldumessa haustsins 4. september

Á sunnudaginn hefst haustið okkar með fjölskylduguðsþjónustu! Það verður saga, söngur, gleði og gott að sjá ykkur öll eftir sumarið. Eydís og Tinna sem sjá um sunnudagaskólann í vetur leiða samveruna með sr. Helgu, nýja prestinum okkar. Valmar sér um tónlistina og við fáum heimsókn frá Margréti kórstjóra barna- og æskulýðskórsins. Verið hjartanlega velkomin.