Fyrirbænir í Glerárkirkju

Hádegissamvera verður að vanda í Glerárkirkju miðvikudaginn 9. maí kl. 12:00. Stundin hefst í kirkjunni með orgelleik, signingu og sálmasöng. Guðspjallstexti vikunnar er lesinn, farið með syndajátningu og kirkjugestum boðið að ganga til altaris. Að altarisgöngu lokinni tekur við fyrirbænastund. Koma má fyrirbænaefnum til presta kirkjunnar í síma 464 8800 á viðtalstíma (þriðjudag og miðvikudag kl. 11:00 til 12:00). Boðið er upp á léttan hádegisverð á vægu verði í safnaðarsal að fyrirbænum loknum.