Fyrirbænastund, miðvikudaginn 9. janúar

Fyrirbænastund verður í Glerárkirkju miðvikudaginn 9. janúar kl. 12:00. Umsjón með stundinni hefur Pétur Björgvin Þorsteinsson, djákni en Valmar Väljaots sér um tónlistina. Að bænastund lokinni er boðið upp á léttan hádegisverð í safnaðarsal á vægu verði. Allir hjartanlega velkomnir. Tekið er á móti fyrirbænarefnum á netfangið petur@glerarkirkja.is eða í síma 464 8807.