Fyllum glasið!

Jólasöfnun Hjálparstarf kirkjunnar er í fullum gangi. 800 milljónir manna hafa ekki aðgang að hreinu vatni. 1,5 milljón barna deyja á ári af vatnsskorti og sjúkdómum þeim tengdum.  Yfirskrift söfnunarinnar er Hreint vatn gerir kraftaverk. Send er valgreiðsla að upphæð 2.500 krónur í heimabanka landsmanna. 72 greiddar valgreiðslur eða 180.000 krónur duga fyrir góðum brunni sem sem gefur hreint vatn um langa framtíð.

Jólasöfnunin er helguð því að tryggja fleirum aðgang að hreinu vatni.  Vatnsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar eru í þrem löndum Afríku: Malaví, Eþíópíu og Úganda. Fólki er útvegað drykkjarvatn en verkefnin eru nátengd fræðslu og framkvæmdum á sviði hreinlætis, fæðuöryggis og betri afkomu. Með nýfengnu vatni er fólki gert kleift að halda skepnur og veita vatni á grænmetisakra. Meiri uppskera sem ekki er háð veðri og afurðir af húsdýrum tryggja betur fæðuöryggi og fjölbreytni í mataræði sem eflir heilsu til sjálfshjálpar. Fyrir þá sem njóta gerir hreint vatn kraftaverk.

Hægt er að hringja í söfnunarsíma 907 2003 (2.500 kr.)
gefa framlag á framlag.is  
og leggja inn á söfnunarreikning: 0334-26-50886 kt. 450670-0499.