Fundir með foreldrum fermingarbarna

Næsta sunnudag, pálmasunnudag, verður boðið upp á fundi með foreldrum fermingarbarna, bæði að lokinni fjölskylduguðsþjónustu og kvöldguðsþjónustu. Á fundinum verður farið yfir ýmis praktísk mál með foreldrum, og tækifæri gefst til spurninga og spjalls. Foreldrum er frjálst að velja hvorn fundinn þeir mæta á.