Fundir með foreldrum fermingarbarna

Prestar kirkjunnar hafa boðað foreldra fermingarbarna til funda í safnaðarheimili kirkjunnar sunnudagskvöldin 21. og 28. nóvember. Tilefnið er að ræða almennt um fermingafræðsluna, gildi hennar og fyrirkomulag, en fundir sem þessir eru fastir liðir á dagskrá fermingarfræðslunnar á hverju hausti.

Fundarboð ætti að hafa borist öllum fjölskyldum fermingarbarnanna, en þau voru send heim með bréf í lok vikunnar. Þar er gerð nánari grein fyrir fundunum, en reiknað er með því að foreldrar barna úr Gilja, Hlíða- og Holtahverfi komi í kvöld 21. nóvember en foreldrar fermingarbarna úr Síðuhverfi 28. nóvember. Þeim sem ekki eiga heimangengt viðkomandi kvöld er bent á að koma hitt kvöldið. Nánari upplýsingar gefur sr. Gunnlaugur Garðarsson í síma 464 8808.