Frú Agnes M. Sigurðardóttir: Vígsluprédikun

Í vígsluprédikun sinni í dag sagði frú Agnes M. Sigurðardóttir m.a.:

Við erum ekki eyland. Við sem nú þjónum Kirkjunni byggjum á því sem var og mótum það sem verður. Verkefni okkar er því sístætt. Sem Kirkja höfum við þurft að horfast í augu við mörg lærdómsrík mál og búa þannig um hnúta að við getum horft björtum augum til framtíðar. Það starf hefur eflt okkur og þeir ferlar sem mótaðir hafa verið eru öðrum fordæmi í samfélaginu.

Lesa má prédikun hennar í heild sinni á trú.is.

Einnig er hægt að horfa á sjónvarpsupptöku á vef RÚV frá athöfninni og skoða myndir á myndasvæði þjóðkirkjunnar.